top of page
Starrahus logo langt (2).png

Endingargóð og hagkvæm smáhús fyrir íslenskar aðstæður

Tryggðu þér hús fyrir sumarið!

Vel einangruð og vönduð smáhús, hönnuð og smíðuð í Skagafirði. Gestahús, geymslur, sauna.

Embla-Smáhýsi-25m2-ljosklæðing
smáhýsi
Embla-Smáhýsi-25m2-

Húsin okkar:

 Starri - 14.9 m2

Starri er smíðaður með íslenskar aðstæður í huga – sterkt og veðurþolið smáhús sem þarfnast ekki byggingarleyfis.

ai-render-1205345.jpg

Embla - 24.5 m2

Embla er smáhús sem dregur innblástur frá gömlum íslenskum timburhúsum – með háum veggjum, reisulegu formi og risi sem býður upp á fjölbreytta nýtingu. Þetta er húsið fyrir þá sem vilja eitthvað sérstakt – með karakter, sögu og rými til að njóta.

ef7748b8-bbcf-495e-a2dd-9c2abbd4a091.jpg

Freyja - 7.5 m2

Hér er okkar fyrsta útgáfa af gufubaði. Stór gluggi að framan býður upp á endalaus tækifæri til að njóta landslagsins á meðan þú ert í gufubaði. 

1731320628-minna-main.jpg
tilpössum-hvert hus

Sérsníðum hvert hús að þínum þörfum

Hvert hús frá okkur er einstakt – því við trúum því að heimilið eigi að endurspegla þig. Við bjóðum upp á sveigjanlegar lausnir og sérsníðum útlit og innra skipulag eftir þínum óskum:

🛠️ Þú getur valið:
• Innra byrði – klætt eftir þinni ósk.
• Gólfefni og litaval – náttúrulegt viðarparket, flísar eða annað.
• Veggjaklæðning – timbur, panel eða annað efni
• Hitakerfi – gólfhiti eða ofnar.
• Innréttingar – hvort sem þú vilt fá húsið fullbúið að innan. Eða opinn geymur.

Við leggjum áherslu á að gera ferlið persónulegt og einfalt. Þú færð að taka þátt í hönnuninni – og við smíðum það eftir þínum þörfum.

starrahus

Um Starrahús

Húsin eru smíðuð og hönnuð fyrir íslenskt veðurfar – frá grunni. 

Á bak við verkefnið stendur Páll Starri Eyjólfsson, menntaður húsasmiður með áralanga reynslu í húsbyggingum og endurbótum, bæði á Íslandi og í Noregi.

Ástríða hans fyrir smáhýsum kviknaði fyrir mörgum árum og byggir á hugmyndinni um að bjóða fólki út um allt land vönduð, endingargóð og falleg timburhús – sem eru smíðuð sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður, öfugt við innflutt einingahús og bjálkahús sem oft henta ekki íslenskum aðstæðum.

Húsin eru stöðluð að utan til að halda kostnaði niðri, en að innan eru þau algjörlega sérsniðin eftir þörfum hvers og eins. Hvort sem það snýst um hönnun innréttinga, gólfefni, veggklæðningu, upphitun eða litaval – þá vinnum við náið með hverjum viðskiptavini, með persónulegri þjónustu, heiðarleika og gagnsæi að leiðarljósi.

Allar byggingar eru hannaðar og smíðaðar í Skagafirði, þar sem handverk, fagmennska og gæði eru í fyrirrúmi. Húsin eru afhent fullbúin að utan, tilbúin til flutnings – án þess að þú þurfir að setja neitt saman sjálfur.

Við erum lítið og kraftmikið teymi sem aðlagar sig eftir umfangi verkefna – og leggjum metnað í að skapa hús sem endast og gleðja.

bottom of page