Skilalýsing - Embla -25m2 - Standard
Húsið kemur full frágengið að utan, með þakrennu og niðurfallsröri. Frágengið kringum glugga og hurðir.
Klárt til að setjast á undirstöður. Húsið er afhent án innri veggja, sem veitir kaupanda fullkomið frelsi til að hanna skipulagið að eigin óskum.
Gluggastaðsetningar eru ekki fyrirfram ákveðnar, þannig að þú getur valið fjölda glugga og stærð, staðsetningu þeirra í samræmi við þínar þarfir og pantað þá sérstaklega.
Byggingarlýsing:
Gólf : er byggt upp með 45x145 mm timbri með 60 cm millibili. Gólfið er einangrað með 145 mm steinull. Undir gólfbita er 9 mm krossviður. Ofan á gólfbita kemur síðan 22 mm rakavarðar gólfspónaplötur sem eru límdar að auki, til að koma í veg fyrir brak.
Veggir: eru byggðir með 45x95 mm timbri með 60 cm millibili. Utan á veggjagrind er negldur 9 mm krossviður í lím, sem styrkir og stífar húsið. Þar utan á kemur síðan lektu grind 25x45 mm sem tryggir góða loftun undir klæðningu. Síðan kemur standandi klæðning 20 mm bandsöguð vatnsklæðning (Panel 20 x 120 mm). Að innan kemur síðan rakavarnarlag, lektu grind, og síðan klætt að innan með 12 mm spónaplötum, tilbúið fyrir málun.
Þak : Þak er byggt úr 45 x 145 mm timbri med cc 60 cm. Þak er einangrað með 120 mm steinull með vindpappa að ofan. Til að tryggja góða loftun. Ofan á þaksperrur er síðan klætt með mótatimbri. 25x145 mm. Síðan kemur sterkur og góður þakpappi, og að lokum er þakið klætt með bárujárni. Áfellur og þakrennur. Neðan í þaksperrur kemur síðan rakavarnarlag og lektu grind sem er klædd með 12 mm spónaplötum, klárt fyrir málun. Síðan eru 32mm loftunarrör milli allra sperruenda.
Úthurð: Útihurð fylgir með staðsetning eftir óskum hvers og eins. Stærð er 80 x 200 mm. Með 3 punkta læsingu. Gler í efri hluta, spald í neðri. Með hurð vatnsbretti yfir og undir, ásamt frágangslistum.
.png)