Þarf byggingarleyfi fyrir smáhýsi?
Smáhýsi hafa rutt sér til rúms víða um land og það er ekki að ástæðulausu. Hvort sem þú ert að leita að litlu gestahúsi, notalegum geymsluskúr, krakkakofa eða jafnvel litlu sauna-húsi, þá eru smáhýsi orðin vinsæl og fjölbreytt lausn sem getur bætt miklu við lífsgæði heimilisins.
En hvaða reglur gilda um smáhýsi?
Samkvæmt núgildandi byggingareglugerð er heimilt að setja allt að 15 fermetra smáhýsi á lóð án þess að sækja þurfi um byggingarleyfi. Hins vegar þarf alltaf að tilkynna framkvæmdir til viðkomandi sveitarfélags áður en hafist er handa.
-
Það er því einfalt og skýrt: Ef húsið er undir 15 fm, þá þarftu ekki leyfi – en þú þarft að láta vita.
-
Hámarks hæð þaks er 2.5 m mælt frá yfirborði jarðvegs.
Má smáhýsi vera með rafmagni og vatni?
Já! Frá árinu 2016 hefur verið heimilt að hafa lagnir í smáhýsum – bæði rafmagn, vatn og hita. Þetta gerir þau einstaklega fjölhæf og nýtanleg í alls konar tilgangi, hvort sem það er sem:
-
Gestahús fyrir fjölskyldu og vini eða í ferðaþjónustu
-
Frístundahús eða vinnustofa
-
Geymsla fyrir verkfæri, hjól, garðbúnað eða grillið
-
Krakkahús eða leikrými
-
Sauna fyrir heilsu og slökun
Hverju þarf að huga að?
Þó svo að byggingarleyfi sé ekki nauðsynlegt, þurfa smáhýsi að uppfylla ákveðin skilyrði samkvæmt byggingareglugerð. Þetta á við um öryggi, burðarþol, einangrun og frágang.
Alltaf gott að lesa sjálfur í gegnum byggingarreglu gerð sjálfur áður en framkvæmdir fara af stað, og heyra í byggingafulltrúa í þínu sveitarfélagi. Til að fá svör.
Þetta getur verið svolítð breytilegt eftir hvaða notagildi smýhýsið á að gegna.
.png)