top of page
Starrahus logo langt (2).png

Smáhýsi í garðinn – þarf byggingaleyfi?

  • Writer: Páll Eyjolfsson
    Páll Eyjolfsson
  • May 10
  • 2 min read

Smáhýsi hafa rutt sér til rúms víða um land og það er ekki að ástæðulausu. Hvort sem þú ert að leita að litlu gestahúsi, notalegum geymsluskúr, krakkakofa eða jafnvel litlu sauna-húsi, þá eru smáhýsi orðin vinsæl og fjölbreytt lausn sem getur bætt miklu við lífsgæði heimilisins.


En hvaða reglur gilda um smáhýsi?


Samkvæmt núgildandi byggingareglugerð er heimilt að setja allt að 15 fermetra smáhýsi á lóð án þess að sækja þurfi um byggingarleyfi. Hins vegar þarf alltaf að tilkynna framkvæmdir til viðkomandi sveitarfélags áður en hafist er handa.


  • Það er því einfalt og skýrt: Ef húsið er undir 15 fm, þá þarftu ekki leyfi – en þú þarft að láta vita.

  • Hámarks hæð þaks er 2.5 m mælt frá yfirborði jarðvegs.


Má smáhýsi vera með rafmagni og vatni?


Já! Frá árinu 2016 hefur verið heimilt að hafa lagnir í smáhýsum – bæði rafmagn, vatn og hita. Þetta gerir þau einstaklega fjölhæf og nýtanleg í alls konar tilgangi, hvort sem það er sem:

  • Gestahús fyrir fjölskyldu og vini eða í ferðaþjónustu

  • Frístundahús eða vinnustofa

  • Geymsla fyrir verkfæri, hjól, garðbúnað eða grillið

  • Krakkahús eða leikrými

  • Sauna fyrir heilsu og slökun




3D mynd af smáhýsi - "Starri"
3D mynd af smáhýsi frá Starrahúsum

Hverju þarf að huga að?


Þó svo að byggingarleyfi sé ekki nauðsynlegt, þurfa smáhýsi að uppfylla ákveðin skilyrði samkvæmt byggingareglugerð. Þetta á við um öryggi, burðarþol, einangrun og frágang — og það er þar sem fagmennska kemur inn.


Við hjá Starrahús sérhæfum okkur í smáhýsum sem eru tilbúin til afhendingar – byggð fyrir íslenskar aðstæður, vetrarskilyrði og vind.


Ertu að spá í að bæta smáhýsi við garðinn þinn?


Hafðu samband við okkur og fáðu ráðgjöf eða verðtilboð – við hjálpum þér að finna lausn sem hentar þínum þörfum og lóðinni þinni. Hvort sem þú vilt hafa það rafmagnstengt, með rennandi vatni eða einfalda geymslu.


Hér er svo linkur á byggingarreglugerð : https://island.is/reglugerdir/nr/0112-2012

 
 
 

Comments


bottom of page